19. nóvember, 2024

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er þann 16. nóvember ár hvert, á afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Þar sem dagurinn féll á laugardag í ár var haldið upp á hann föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn.

Það var skemmtileg dagskrá í Laugalandsskóla þann morguninn. Hófst hún með því að allir nemendur skólans sameinuðust í matsalnum. Fyrstir á svið voru nemendur í 7. bekk sem lásu ljósið Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson, og á meðan upplestrinum stóð var glærusýning með myndum sem þeir höfðu teiknað eftir ljóðinu.

Þá tóku nemendur 3. og 4. bekkjar við og sungu lagið Hættu að gráta hringaná, einnig eftir Jónas Hallgrímsson, með glæsibrag.

Allir nemendur skólans tóku þátt í stórri söngstund og voru íslensk lög í brennidepli. Að sjálfsögðu var byrjað á laginu “Á íslensku má alltaf finna svar” (Söngur fuglanna).

Í lokin sungu nemendur 1. og 2. bekkjar íslenska stafrófið og sýndu á sama tíma stafina sem þeir höfðu myndskreytt.

Til hamingju með daginn og fallega tungumálið og takk fyrir sýninguna krakkar!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR