7. nóvember, 2024

Fræðsla á vegum lögreglunnar

Mánudaginn 28. október kom lögreglan á Suðurlandi með fræðsluerindi í skólann. Nemendur í 8. – 10. bekk sátu erindið og gafst færi á að spyrja spurninga. Fjallað var um ýmis málefni, s.s. skilgreiningu orðsins lögregla og til hvers við værum með lögreglu. Einnig var fjallað um umferðarlög, sakavottorð, skilgreiningar á ofbeldi og ýmis viðurlög. Nemendur voru duglegir að spyrja spurninga og sköpuðust líflegar umræður. Við þökkum lögreglunni kærlega fyrir heimsóknina.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR