Þó kennarar séu duglegir að útbúa verkefni þá geta krakkarnir svo sannarlega fundið upp á sniðugum verkefnum að eigin frumkvæði.
Krakkarnir á miðstigi bjuggu sér til hús úr laufum. Það tók þau örugglega viku að safna laufum og greinum til að byggja húsið og svo léku þau sér lengi vel eftir það.
Drengir á yngsta stigi fengu, með aðstoð dagskólastjóra, leyfi hjá aðstoðarskólastjóra til að grafa eftir sandsteinum, en svo breyttist verkefnið í það að búa til göng. Margir komu að þessu verkefni og voru ýmist ráðnir inn sem vinnumenn, aðstoðar verkstjórar eða eftirlitsmenn. Krakkarnir voru að í rúmar tvær vikur. Ekki náðist að klára verkefnið en börnin eru reynslunni ríkari og hver veit nema þau reyni aftur að útbúa Laugalandsskólagöng.
Meðfylgjandi myndir eru úr ýmsum útitímum sem og dagskóla. Útivistin gerir öllum gott.