19. desember, 2024

Jólahlaðborð

Þriðjudaginn 17. desember var jólahlaðborð í skólanum. Eldhúsið stóð fyrir veglegri veislu með gómsætum kræsingum. Að venju var dregið um hvenær bekkir og starfsfólk gengu í hlaðborðið og sáu formaður og varaformaður nemendaráðs, þær Elísabet Líf og Helga Fjóla, um það. 1. bekkur var heldur betur heppinn og var fyrst dreginn úr pottinum en 5. bekkur var ekki eins heppinn, hann var dreginn síðastur. Það var þó nóg til og enginn fór svangur frá borði.

Á meðan borðhaldi stóð voru nokkrir nemendur Tónlistarskólans með atriði. Fyrst steig Erla Fríða, 2. bekk, á stokk og spilaði á píanó. Þá kom Margrét Aþena, 2. bekk og spilaði einnig á píanó. Síðan kom Diana Esther, 4. bekk, og spilaði á píanó og söng. Eftir það spilaði Elma Rún, 5. bekk, á píanó. Í lokin steig Guðný Lilja, 8. bekk, á svið og spilaði á fiðlu.

Jólahlaðborðið var vel heppnað í alla staði og gaman að sjá nemendur og kennara prúða og uppábúna í tilefni dagsins.

Fleiri myndir frá hlaðborðinu má sjá hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR