21. febrúar, 2025

Landnámssýning á viðtalsdegi

Viðtalsdagur í Laugalandsskóla var afar hátíðlegur í ár, en til viðbótar við veglega kaffisölu 9. bekkjar stóðu nemendur í 3. og 4. bekk fyrir landnámssýningu. Þau hafa verið að læra um landnám Íslands og víkingaöldina hjá Klöru, umsjónarkennara sínum. Út frá því bjuggu þau til sína eigin eyju þar sem þau höfðu numið land og á henni má sjá landnámsmenn í sínu daglega lífi. Einnig gerðu þau veggspjöld um helsu landnemana. Þetta var mjög flott sýning og skemmtileg viðbót við viðtalsdaginn.

Eyja 3. - 4. bekkjar
Eyja 3. – 4. bekkjar og landsnámsmenn við dagleg störf
Fólki gafst tækifæri til að bregða sér í hlutverk víkings!
Flott sýning

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR