Hefð er fyrir að unglingastig grunnskólanna í Rangárvallasýslu sæki listahátíð sem skólarnir skiptast á að halda. Í ár var hún haldin á Hellu og miðvikudaginn 12. febrúar fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar í Grunnskólann á Hellu. Þar voru ýmsar listasmiðjur í boði, t.d. tálgun, leiklist, hár og förðun, brauðtertuskreyting o.fl. Hver nemandi valdi tvær stöðvar og stóð hvor stöð yfir í ca 50 mínútur. Þegar stöðvadagskrá lauk hittust allir í íþróttahúsinu og fengu kökur og hressingu, þ.m.t. brauðterturnar sem sumir nemendur höfðu skreytt.
Þetta var skemmtilegt uppbrot í skammdeginu. Fleiri myndir frá hátíðinni má nálgast hér.