Eins og margir muna eftir þá stóð lið Laugalandsskóla sig frábærlega í Skólahreysti á síðasta ári. Við sláum ekki af stórhuginum þetta árið og stendur krökkunum á unglingastigi til boða að velja skólahreysti sem valgrein. Umsjónarmaður valsins er Bjarki Steinn og sinnir hann því af alúð og metnaði.
Nýverið tók Bjarki sig til, með aðstoð Borgþórs Helgasonar, og byrjaði að smíða skólahreystisbraut til að nýta í æfingar. Það mun muna miklu fyrir æfingar þegar hún er tilbúin. Það er frábært að hafa starfsfólk sem leggur metnað í verkefnin. Eins er ómetanlegt að fá stuðning úr samfélaginu og sveitungum í hvernig formi sem er.
Miðað við hvað krakkarnir voru öflugir í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki fengið almennilega hreystibraut til að æfa sig á þá verður fróðlegt að sjá árangurinn þegar þau fá almennilega æfingaaðstöðu. Við hlökkum til að sýna myndir af afrakstrinum þegar hann er tilbúinn!