Síðastliðinn föstudag var svokallaður glitrandi dagur í skólanum. Félag Einstakra barna hvatti öll fyrirtæki, skóla og starfstaði landsins til að sýna stuðning og samstöðu við þá sem lifa með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni með því að klæðast einhverju glitrandi eins og t.d. glimmeri og pallíettum. Nemendur og starfsfólk tóku þessum fyrirmælum alvarlega og voru margir í glitrandi fötum þennan dag.
Búið er að útbúa síðu fyrir valgreinar í Laugalandsskóla. Síðuna má finna undir flipanum Nemendur. Á þessari síðu eru helstu upplýsingar um þær valgreinar sem eru í boði fyrir nemendur á unglingastigi. Eins er tekið fram hvort þær séu í boði á viðkomandi önn.
Vinna er hafin við að uppfæra eldri myndaalbúm á síðunni. Hvetjum við ykkur að vera dugleg að fylgjast með. Albúm frá 2020-2021 og 2018-2019 eru komin inn og 2019-2020 kemur inn í dag.