Miðvikudaginn 5. mars var haldin öskudagshátíð í skólanum. Dagurinn var með hefðbundnu sniði, kötturinn var sleginn úr tunnunni, spilaðir voru leikir og veitt verðlaun fyrir flotta búninga. Foreldrafélag Laugalandsskóla skaffaði verðlaunin og sérstök dómnefnd úr starfsmannahóp skólans sá um að velja þá búninga sem báru af. Var þá bæði horft til gæði búningsins sem og metnaðinn sem var lagður í að halda “karakter” allan tímann. Það ber að taka fram að dómnefndin átti í stökustu vandræðum með að velja á milli búninga þar sem það var gífurlegur fjöldi af flottum búningum þetta árið.
Þetta eru nemendurnir sem fengu verðlaun:
Fleiri myndir frá öskudeginum má sjá hér.