28. mars, 2025

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn 27. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin. Þar spreyttu nemendur 7. bekkjar sig á bókartexta og ljóðum og fluttu fyrir áhorfendur. Við fengum til okkar dómara til að hjálpa okkur að velja bestu upplesarana til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Dómnefndina skipuðu þau Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahornsins í Fréttablaðinu, Erla Brá Sigfúsdóttir, kennari í Grunnskólanum Hellu og Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir, nemandi í 9. bekk og fyrrum þátttakandi í Stóru upplestrarkeppninni.

Nemendur 7. bekkjar hafa lagt mikinn metnað í undirbúning fyrir keppnina og stóðu sig með eindæmum vel. Það krefst mikils hugrekkis að koma fram fyrir framan áhorfendur og fóru mörg þeirra langt út fyrir sinn þægindaramma.

Eftir hörkuspennandi keppni voru úrslitin svona:

Aron Dyröy Guðmundsson lenti í 3. sæti og verður varamaður í Stóru upplestrarkeppninni. Anna Sigríður Erlendsdóttir lenti í 2. sæti og Tinna Lind Brynjólfsdóttir í 1. sæti, og verða þær aðalmenn í Stóru upplestrarkeppninni.

Anna Sigríður og Tinna Lind stíga svo á stokk í Vestmannaeyjum þann 13. maí og verða án efa Laugalandsskóla til sóma.

Dómararnir að störfum
Fulltrúar Laugalandsskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR