7. apríl, 2025

Frístund

Frístund: Tækifæri til leiks

Frístund er ætluð nemendum 5., 6. og 7. bekkjar og hefur Eva Tomisová umsjón með henni. Þar er séð til þess að það sé nóg af mismunandi valkostum í boði. Ein kennslustund er á þriðjudögum og ein á miðvikudögum og eru þær í lok skóladagsins. Reynt er að bjóða upp á nýja upplifun í hverri viku. Dæmi um afþreyingu sem hefur verið boðið upp á:

  • Meme gerð (skólakeppni)
  • Karaoke upp á sviði
  • Vináttuarmbandagerð
  • Myndasögukeppni
  • Fjarstýrðir bílar 
  • Sköpunarsmiðja
  • Frisbí og kubb 
  • Popp og bíó
  • Stelpustund og strákastund

Svo er ætlunin er að bjóða Bjarna Fritz að koma og halda fyrirlestur.

Kennslutilhögun er þannig að nemendur og starfsfólk mæta í miðjuna og krakkarnir velja úr fjórum mismunandi möguleikum og setja myndina sína á ákveðinn stað á skipulaginu.

Ásamt Evu koma Kiddi fótboltamaður, Stefán íþróttakennari og Einar, tónlistarmaðurinn fjölhæfi að frístundarvinnunni. 

Þetta eru skemmtilegir tímar fyrir bæði nemendur og starfsfólk og hugmyndaflug og sköpunargleði fær virkilega að njóta sín.

Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR