11. apríl, 2025

Páskakveðja

Nú er loksins komið kærkomið páskafrí. Við vonum að þið njótið vel í páskafríinu, borðið góðan mat, hæfilega mikið af nammi og eigið góðar stundir með vinum og vandamönnum. Ef þið saknið Laugalandsskóla ógurlega mikið í fríinu getið þið skoðað myndir af páskaungunum sem komu í heimsókn í vikunni. Við sjáumst svo hress þriðjudaginn 22. apríl, endurnærð og tilbúin í árshátíðarundirbúninginn.

Við endum þessa kveðju með þessu flotta verkefni hjá 3. og 4. bekk, þar sem þau sömdu sögu, myndskreyttu og lásu upp.

Gleðilega páska!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR