9. apríl, 2025

Skákmót í Laugalandsskóla

Suðurlandsmót í skólaskák var haldið hjá okkur í Laugalandsskóla miðvikudaginn 2. apríl. Alls mættu 74 keppendur til leiks. Laugalandsskóli tefldi fram 18 nemendum í 1. – 4. bekk, 15 í 5. – 7. bekk og 6 í 8. – 10. bekk.

Tefldar voru sex umferðir í hverjum flokki með tímamörkunum 5+3 á klukkunni, 5 mínútur á mann og 3 sekúndna viðbótatími á leik. Keppt var um þrjú sæti á Landsmótið í skólaskák sem fer fram á Ísafirði í maí.

Stefán Arnalds, skákmaður og kennari hjá okkur í Laugalandsskóla ásamt Gauta Páli Jónssyni skákmanni og skákkennara sáu um mótshaldið. Mótið þótti með eindæmum vel heppnað.

Helstu niðurstöður mótsins má sjá hér en við áttum einn nemanda á verðlaunapalli, hann Hákon Þór Kristinsson, sem náði 3. sæti í flokki 8. – 10. bekkjar. Frábær árangur hjá honum, og frábær þátttaka hjá okkar nemendum.

Hér eru svo fleiri myndir teknar á skákmótinu.

Stefán kennari, sem hafði umsjón með mótinu

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR