19. ágúst, 2025

Skólasetning

Nú er sumarfríið senn á enda og hin hefðbundna rútína að taka við. Skólasetningin verður næstkomandi fimmtudag, 21. ágúst klukkan 10:00 í íþróttahúsinu á Laugalandi. Áætlað er að hún taki um klukkutíma.

Það er í boði fá skólaakstur, en við mælum eindregið með að aðstandendur mæti með sínum börnum. Ef þið ætlið að nýta ykkur skólaaksturinn þurfið þið að hafa samband við viðkomandi bílstjóra.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 22. ágúst. Fyrsti skóladagurinn verður frekar óhefðbundinn og stuttur þar sem um skertan dag er að ræða. Skólabílar keyra heim klukkan 10:30 vegna fræðsludags hjá öllum starfsmönnum Rangárþings ytra.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR