12. september, 2025

Gulur dagur í Laugalandsskóla

Í gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Dagur sjálfsvígsforvarna er 10. september og af því tilefni var haldinn svokallaður gulur dagur um land allt. Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og táknar birtu, hlýju og von.
Við í Laugalandsskóla tókum að sjálfsögðu þátt og mættu margir úr hópum nemenda og starfsfólks í gulu í tilefni dagsins.

Á heimasíðu guls septembers má finna ýmsan fróðleik og má þar sérstaklega nefna hjálparsíma og samtök fyrir fólk sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Einnig er þar að finna hjálparefni fyrir fólk sem hefur misst ástvin í sjálfsvígi. Pieta samtökin eru í broddi fylkingar í þessum málefnum og má einnig finna heilmikið af gagnlegu efni á heimasíðu þeirra. Hægt er að leggja frjáls framlög inn á Pieta samtökin með því að greiða inn á banka 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Fleiri styrktarleiðir eru einnig í boði.

Myndir frá gula deginum í Laugalandsskóla má skoða hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR