Að venju starfar í Laugalandsskóla nemendaráð, skipað nemendum sem í það voru kosnir. Aðalverksvið nemendaráðs er að skipuleggja félagsstarf nemenda í skólanum. Í því felst að halda hina ýmsu viðburði, eins og íþróttakeppnir og böll, sem og að koma að skipulagi sameiginlegra balla með skólum úr nærsveitum.
Kosningin var með öðruvísi sniði í ár en áður kusu aðeins nemendur unglingastigs fulltrúa í nemendaráð. Nú var það þannig að allir nemendur frá 5. til 10. bekk kusu fulltrúa. Þetta var eitthvað sem nemendaráð síðasta árs ákvað því þeim fannst að yngri nemendur ættu að hafa eitthvað um það að segja hverjir gegna því mikilvæga hlutverki að sitja í nemendaráði. Kosið var á milli nemenda í 8. – 10. bekk sem gáfu kost á sér í nemendaráðið. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
10. bekkur: Örvar Elí Pierreson (formaður) og Róbert Darri Edwardsson (varaformaður)
9. bekkur: Eldey Eva Engilbertsdóttir og Þorgeir Óli Eiríksson
8. bekkur: Anna Sigríður Erlendsdóttir og Tinna Lind Brynjólfsdóttir
Varamenn: Víkingur Almar Árnason (10. bekkur), Natan Skagfjörð Fannarsson (9. bekkur) og Geir Thorberg Geirsson (8. bekkur)

Nemendaráðið hefur ekki setið auðum höndum þetta skólaárið. Fimmtudaginn 2.október skipulagði nemendaráðið Busavígslu. Þar var 10. bekkur að bjóða 8. bekk velkomin á elstastig. Þetta heppnaðist mjög vel og elsta stig skemmti sér konunglega, þau fóru í leiki og hlustuðu líka á tónlist og dönsuðu. Þar var sjoppa með fullt af gómsætu sælgæti og drykkjum.
Nemendaráðið vill einnig senda út tilkynningu um alla viðburði elsta stigs (8-10. bekkur) sem verða í vetur. Dagsetningar hafa verið ákveðnar en geta alltaf breyst. Nemendaráðið er að reyna að hafa skemmtun í hverjum mánuði.
Skipulagðar skemmtanir fyrir elsta stig eru eftirfarandi:
Fleiri upplýsingar um nemendaráðið og lög þess má nálgast hér.


