11. nóvember, 2025

Heimsókn 7. og 8. bekkjar í Uppspuna

Þann 1. október fóru 7. og 8. bekkur ásamt Helgu Fjólu og Björgu í heimsókn í smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í Lækjartúni.

Þar tók Hulda Brynjólfsdóttir á móti þeim og fræddi þau um íslensku ullina og einstaka eiginleika hennar. Nemendur fengu einnig kynningu á vélunum og verkferlinu frá því að ullin er þvegin og þar til hún verður að garni.

Í framhaldi af heimsókninni fengu nemendur að prófa að lita garn og vinna úr þvi.

Fleiri myndir má sjá hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR