19. nóvember, 2025

Heimsókn Gunnars Helgasonar

Gunnar Helgason heimsótti okkur í Laugalandsskóla síðastliðinn fimmtudag, 13. nóvember. Hann kynnti bókina sína Birtingur og símabannið mikla, las upp úr henni og sýndi krökkunum myndir. Að lestri loknum tók hann við spurningum úr sal og meðal annars var spurt hvort allir geti verið rithöfundar og hvernig maður skrifar bók. Hann kom með smá fræðslu um hvernig hann byggir upp bækurnar sínar og fengu nemendur smá örnámskeið í því.

Eftir þessa dagskrá fékk Gunni boð um að heimsækja nemendur 4. og 5. bekkjar en þau afhentu honum bók sem þau skrifuðu í sameiningu í fyrra. Tilefnið var heimsókn hans í skólans þá, en sú heimsókn veitti þeim mikinn innblástur svo úr varð þessi bók. Heimsóknir eins og þessar geta greinilega skilað heilmiklu fyrir nemendur.

Takk kærlega fyrir komuna Gunni!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR