12. desember, 2025

Jólarí 10. desember

Miðvikudaginn 10. desember var jólarí Laugalandsskóla haldið. Þá er brotið upp á hversdagsleikann og dagurinn undirlagður jólaföndri og öðru sem tengist jólastemmingu.

Dagurinn var með öðruvísi hætti en hefur verið undanfarin ár. Nemendum var skipt í tvo hópa; 1. -5. bekkur voru saman og 6. – 10. bekkur voru saman. Dagurinn hófst hjá öllum í sameiginlegri söngstund og síðan skiptust nemendur í þessa tvo hópa. Nemendur 1. – 5. bekkjar eyddu deginum ýmist í jólaleikritaundirbúningi, að lita myndir eða að púsla. Klukkan 12:05 hófst svo föndurstund þar sem foreldrar gátu mætt og föndrað með börnum sínum. Enduðu nemendur síðan daginn í dagskóla að horfa á jólamynd.

Nemendur 6. – 10. bekkjar fóru á föndurstöðvar sem stóðu frá 9:10-14:20 og var hægt að föndra ýmislegt skemmtilegt fyrir jólin. Þeir gátu einnig skráð sig í ýmiss konar uppbrot yfir daginn, s.s. Just dance eða horfa á bíómynd. Laufabrauðsgerðin var á sínum stað líkt og undanfarin ár og fóru tveir bekkir í senn saman að skera út laufabrauð.

Það skapaðist sannkölluð jólastemning og mörg flott föndurverk litu dagsins ljós. Myndir frá deginum má skoða hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR