Stoðþjónusta

Barnavernd

Barnavernd

Félags- og skólamál

Félags- og skólamál

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð er starfrækt við skólann sbr. reglugerð nr. 388/1996. Í ráðinu sitja skólastjóri, Deildarstjóri stoðþjónustu, fulltrúi heilsugæslu skólahjúkrunarfræðingur, fulltrúi skólaþjónustu og fulltrúi félagsþjónustu. Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði varðandi einstaka nemendur sem lögð hafa verið fyrir ráðið. Skólastjóri er formaður nemendaverndarráðs. Fundað er einu sinni í mánuði.

Heilsugæslan

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.

Nánari upplýsingar hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR