Hinn landsþekkti rithöfundur Gunnar Helgason heimsótti Laugalandsskóla þann 12. nóvember. Hann sagði frá rithöfundarferli sínum, sýndi sín helstu verk og las upp úr nýjustu og jafnframt síðustu bókinni í bókaflokknum um Stellu og fjölskyldu hennar. Hann svaraði spurningum úr sal og lék á alls oddi. Það var frábært fyrir krakkana að fá þennan farsæla höfund í heimsókn og fá tækifæri til spyrja út í rithöfundarstörf og því sem þeim fylgir. Gaman er frá því að segja að nemendur Laugalandsskóla komu Gunnari skemmtilega á óvart með mikilli þekkingu sinni á heimsfánum en bækur Gunnars hafa verið þýddar um allan heim. Umræður sköpuðust um nýja bókaseríu sem Gunnar er að vinna að og komu nemendur með margar frumlegar hugmyndir. Það verður spennandi að sjá hvort einhver þeirra verði að veruleika.
Þetta var skemmtilegt og fróðleg stund fyrir alla sem komu að. Takk fyrir komuna Gunnar!