11. desember, 2024

Jólaball á yngsta stigi

Þann 10. desember var haldið jólaball fyrir yngsta stig. Krakkarnir í nemendaráðinu tóku á móti nemendum og sungu nokkur jólalög. Það var sungið svo hátt og snjallt að skemmtilegir jólasveinar gengu á hljóðið og kíktu í heimsókn. Svo var dansað með jólasveinunum í kringum jólatréð. Að því loknu gáfu sveinarnir nemendum sleikjó og allir fóru í pakkaleik.

Nemendaráðið stóð sig frábærlega við umsjón ballsins og allir skemmtu sér vel.

Fleiri myndir frá jólaballinu má skoða hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR