Miðvikudaginn 23. apríl kom Kiwanis klúbburinn í heimsókn og gaf nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma. Kiwanis eru alþjóðleg samtök með það að markmiði að bæta líf barna í heiminum með fjölbreyttum verkefnum innan hreyfingarinnar. Þau vinna forvarnarverkefni, standa fyrir fjáröflunum og hjálpa ungu fólki að ná lengra með kennslu og þjálfun.
Fleiri upplýsingar um Kiwanis má nálgast á heimasíðu þeirra.