17. september, 2025

Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt skólatónleika fyrir yngri nemendur í Rangárþingi ytra mánudaginn 15. september í Safnaðarheimilinu á Hellu. Efni tónleikanna var tengt yfirskriftinni Öll sem eitt. Lögin sem voru spiluð fjölluðu um vinnu gegn fordómum, um vináttu, kærleika og samkennd. Hljómsveitin telur 14 manns og er undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Gunni og Felix sáu um kynningar og söng en auk þeirra tóku nemendur undir í viðlögum enda höfðu þeir æft lögin í tónmenntatímum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR