Dagur náttúrunnar var 16. september síðastliðinn. Af því tilefni fóru nemendur í 1. – 3. bekk, ásamt Berthu, Björgu og Hörpu, í Indíánaskóg í náttúrufræðitíma. Verkefni dagsins var að teikna tröll með því sem þau fundu í náttúrunni. Hér má sjá afraksturinn af þeirri vinnu.