
Miðvikudaginn 22. október var bleikur dagur haldinn víða um land þar sem litnum er gert hátt undir höfði svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein, sem og aðstandendur þeirra, finni fyrir stuðningi. Nemendur og starfsfólk Laugalandsskóla klæddu sig að sjálfsögðu í bleikt í tilefni dagsins. Krakkarnir í 4. – 5. bekk tóku sig til og teiknuðu myndir til að sýna stuðning í tilefni af bleika deginum, en þar er samkenndin og góðvildin er alltaf í botni. Við látum nokkrar myndir fljóta með en fleiri myndir má nálgast hér.

