6. nóvember, 2025

Haustball og sleðadagur

Það hefur verið í nægu að snúast hjá nemendum efsta stigs. Fimmtudaginn 23. október var hið árlega haustball þar sem nemendur 8. – 10. bekkjar í grunnskólum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu skemmta sér saman. Í ár var það haldið á Hellu og heppnaðist mjög vel.

Fjörið hélt áfram hjá nemendum 9. og 10. bekkjar í vikunni á eftir en fimmtudaginn 30. október var sleðadagur hjá þeim. Veðrið lék við nemendur og af myndunum að dæma skemmtu þau sér stórkostlega. Fleiri myndir má sjá hér.

Annars minnum við á að mánudaginn 10. nóvember er vetrarfrí og þriðjudaginn 11. nóvember er starfsdagur, og er því ekki skóli þá daga. Miðvikudaginn 12. nóvember er viðtalsdagur og viljum við benda aðstandendum á að bóka viðtöl í gegnum Mentor ef þeir eiga það eftir. Þann dag verður 9. bekkur með kaffisölu í matsalnum og viljum við eindregið hvetja ykkur til að setjast niður eftir viðtalið, fá ykkur kaffi og gotterí og eiga notalega stund í skólanum. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR