2. desember, 2025

Menningarferð 6. bekkjar um skólann

Fimmtudaginn 20. nóvember fór 6. bekkur allur í menningarferð. Menningarferðin var farin á fæti og þar sannaðist að ekki þarf alltaf að fara langt yfir skammt. Nemendur fóru ásamt kennurum sínum, Rögnu og Bæring, á vapp um skólabygginguna alla. Í byggingunni okkar er nefnilega að finna fjölmörg merkileg listaverk eftir fræga íslenska listamenn, t.a.m. verk eftir Erró, Heklu, Örlyg Sigurðsson, Vignir Jóhannsson og eftirprentanir af Kjarval. Flest verk skólans og þau dýrmætustu eru þó eftir Gunnar Örn sem var einn af merkustu listamönnum landsins á meðan hann lifði. Hann var þó alltaf sveitinni sinni gjafmildur og gaf meðal annars 4 verðmæt verk. Meira má lesa um listaverkin í stuttu ágripi á heimasíðu skólans.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR