19. janúar, 2026

Áfram Ísland!

Það hefur varla farið fram hjá neinum að EM karla í handbolta hófst í síðustu viku og Ísland sigraði sinn fyrsta leik gegn Ítalíu á föstudaginn. Í Laugalandsskóla ríkir mikil spenna yfir mótinu, þá sérstaklega í 4. og 5. bekk. Þau tóku sig til og bjuggu til stuðningskveðju til íslenska landsliðsins sem þau vona að skili sér til liðsmanna og gefi þeim auka kraft í komandi leikjum.

Sjáðu kveðjuna hér.

Nemendur á unglingastigi eru einnig spenntir en nemendaráðið stendur fyrir handboltakvöldi á morgun, 20. janúar. Þá ætla nemendur að hittast um kvöldið og horfa saman á leik Íslands gegn Ungverjalandi. Húsið opnar 19:20 og leikurinn hefst 19:30.

Áfram Ísland!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR