15. nóvember, 2021

Lestrarátak

Við nýttum Hrekkjavökuna til að blása til lestrarátaks. Markmið var að auka vægi upplesturs bæði heima og í skóla. Regúla okkar á bókasafninu fann til bækur sem þóttu líklegar til að vekja spennu og jafnvel hrolls eða ótta og var þeim stillt upp á aðgengilegan hátt. Nemendur í textíl útbjuggu síðan risavaxinn köngulóar vef sem hengdur var upp í miðrýminu okkar. Á þennan vef voru síðan hengdar upp kóngulær sem hver og ein táknaði ákveðin mínútufjölda í upplestri. .
Þátttaka var góð og lauk lestrarátakinu á þriðjudaginn. Í dag var tilkynnt hvaða bekkir lásu mest. Lestrarhestar þessa átaks voru:

Nemendur í 7. og 8. bekk sem lásu samtals 2640 mínútur
Nemendur í 1.og2. bekk sem lásu í 2170 mínútur
Nemendur í 3.-.4. bekk sem lásu í 1620 mínútur

Samtals lásu nemendur skólans í  9080 mín sem gera 151 klst eða rúma 6 sólarhringa

Vel gert krakkar og sérstakar þakkir fá foreldrar sem studdu við allan þennan lestur með því að ljá honum eyra.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR