22. nóvember, 2021

Föstudagsáskorun

Nemendur í 3.-6. bekk stóðu fyrir óvæntri uppákomu í matsalnum í föstudaginn þegar þau sungu jólalag upp á sviði fyrir samnemendur og kennara. Atriðið var frekar óundirbúið og lítið æft en það stoppaði þau ekki í að koma fram fyrir aðra. Þetta mæltist vel fyrir meðal áhorfanda og sér í lagi þegar skorað var á 9.-10. bekk að taka lagið næsta föstudag. Það verður spennandi að sjá hvað þau gera!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR