3. júní, 2022

Í lok skólaárs

Til hamingju krakkar og foreldrar með áfangann að ljúka enn einu skólaárinu. Það hefur margt verið gert og ýmislegt var lært þennan veturinn en hæst ber þó að nefna uppfærsluna á Ronju Ræningjadóttur. Þetta var mikill leiksigur hjá öllum nemendum og það var gaman að heyra hrifningu áhorfenda eftir árshátíðina. Við erum afar stolt af nemendum sem lögðu sig alla fram í því sem þau voru að gera, sama hvort þau voru í hlutverki uppi á sviði eða komu að sýningunni með öðrum hætti. Kennarar og starfsfólk lögðu sama metnað í verkið og það skein gleðin úr hverju andliti.

Síðustu dagar skólaársins voru vel nýttir í góða veðrinu og fóru nemendur í m.a. í skemmtilegar vorferðir. Sem dæmi fóru krakkarnir í 1.-4. í LAVA safnið á Hvolsvelli og Þorsteinslund. Nemendur í 5. og. 6. bekk voru boðnir heim til umsjónarkennara sinna og áttu góðar dag með þeim. 9. bekkur fór í Þórsmörk og gistu þar eina nótt og 10. bekkur átti yndislega viku í Kóngsins Köben. Þess á milli voru dagarnir nýttir í leik og starf hér á Laugalandi.

Myndir frá Ronju og því sem við höfum verið að bralla nú í vor má finna í myndaalbúminu eða með því að ýta á takkana hér fyrir neðan.

Starfsfólk Laugalandsskóla þakkar öllum fyrir frábært samstarf á skólaárinu og hlökkum til að hitta ykkur í haust.

Hafið það gott í sumar.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR