18. nóvember, 2008

Fundur í skólaráði 18. nóvember 2008

bls. 98-99 í fundargerðabók

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Kolbrún Sigþórsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Bragi Guðmundsson og Grétar Guðmundsson.

  1. Hulda las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Farið yfir drög að fjárhagsáæglun ársins 2009 og greinargerð með henni.
    Sigurjón fór vel yfir áætlunina og útskýrði allar breytingar til lækkunar og hækkunar á fjárhagsáætlun.
    Enar stórar athugasemdir voru gerðar.
  3. Auglýsingar í skólum. Borið var undir skólaráðsfund hvort auglýsingamiðar megi fara í gegnum skólann.
    Sigurjón hefur ekki séð neitt því til fyrirstöðu að auglýsa tómstundarstarf í gegnum skólann.
    Fundarmenn voru sammála því.
  4. Niðurstöður vinnuhóps um mötuneytismál.
    Vinnuhópurinn leggur til að skólamötuneyti Rangárþings Ytra hafi skólahandbók Lýðheilsustöðvar til viðmiðunar vð undirbúning matseðils.
    Þeir hafi fjölbreytt og hollt fæði og forðist að hafa forunnar matvörur í boði.
    Hann (vinnuhópurinn) mælir með því að boðið verði upp á hafragraut að morgni.
    Unnið verði að sameiginlegri verðskrá í mötuneytum Rangárþings Ytra.
    Hugmyndin um hafragraut var borin undir skólaráð.
    Spurt var hvort starfsfólk skólans yrði vart við að börn kæmu í skólann án þess að hafa borðað morgunmat. Svo er ekki. Aðstaða nemenda til að fá sér hressingu í skólanum er góð. Þeir hafa aðgang að grilli og örbylgjuofni. Lengja þyrfti skóladaginn ef þetta yrði í boði. Nemendur yrðu að koma korteri fyrr í skólann til að borða hafragrautinn. Viðstaddir foreldrar eiga góða stund við morgunverðarborðið með sínum börnum og hafa orðið varir við að svo sé einnig á öðrum heimilum. Þau sem ekki myndu nýta sér þetta yrðu að bíða á meðan, sem væri ókostur.
    Ákveðið var því að hafna hafragrautnum.
  5. Farið yfir fyrstu niðurstöður úr sjálfsmatinu og fjallað um mat fólks á fæði skólamötuneytisins, að mati nemenda, foreldra og starfsfólks. Þær eru ákvæðar.
  6. Þakkað fyrir góðan fund og honum slitið

Hulda Brynjólfsdóttir

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR