Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Kolbrún Sigþórsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Ragna Magnúsdóttir.
- Farið yfir innra mat skólans. Sjáfsmatsskýrsla 2009 1. hluti var skoðuð, en þar er tekin fyrir könnun á fæði í mötuneyti skólans annars vegar og líðan nemenda og starfsfólks hins vegar.
Tæpt var á helstu niðurstöðum.
Fram kom að engra úrbóta er þörf hvað fæðið varðar, nema e.t.v. að birta matseðilinn og mun það verða gert.
Eins kom könnun á líðan mjög vel út og þar sem þörf var á úrbótum var þegar búið að bregðast við og mun áfram vera fylgst með líðan þeirra sem að stofnuninni koma.
Könnun á stjórnun hefur líka verið lögð fyrir og er verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Tölulegar niðurstöður skoðaðar og þóttu þær koma vel út fyrir stjórnun skólans og skólann´i heild.
Umræður spunnust um jákvætt viðhorf til skólans og fjölbreytni í valgreinum sem gleðja og auka áhuga nemenda. - Starfsmannamál. Kolbrún Sigþórsdóttir hefur sótt um launað leyfi og fengið það og sömuleiðis hefur Eyrún Jónasdóttir sótt um launalaust leyfi á næsta ári.
Jónella mun ekki koma til baka úr ársleyfi sínu og Sigurlaug hefur óskað eftir að minnka starfshlutfall sitt um 50%.
Sigurjón telur vandalítið að ráða fólk í þessar stöður, enda eru fyrirspurnir um lausar stöður farnar að berast.
Þær stöður sem auglýsa þarf verða auglýstar.
Fyrirspurnir hafa jafnframt borist um komu nýrra nemenda til skólans. - Umræður spunnust um ýmislegt sem tengist skólastarfinu og voru þær fróðlegar og áhugaverðar.
Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir