15. ágúst, 2022

Skólasetning

Skólasetning Laugalandsskóla verður 23. ágúst kl. 17:30 í Samkomusal skólans. Foreldrar mæta þar ásamt börnum sínum – allir árgangar. Athugið að ekki verður skólaakstur á skólasetningu þar sem við gerum ráð fyrir að foreldrar komi með börnum sínum.

Athöfnin hefst á stuttri ræðu skólastjóra og síðan fara allir nemendur með umsjónarkennara sínum í sínar stofur og þar fer fram kynning á starfi vetrarins ásamt námsefniskynningum. Foreldrar fylgja börnum sínum í stofuna – ef foreldrar eru með fleiri en eitt barn má flakka á milli stofa.

 Þá verða á staðnum forsvarsmenn Tónlistaskóla Rangæinga, Íþróttafélagsins Garps og Knattspyrnufélags Rangæinga.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 24. ágúst. Skólabílar sjá þá um að aka nemendum til og frá skóla.

Hlökkum til að sjá ykkur

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR