Kæru vinir og velunnarar Laugalandsskóla.
Í ár var ákveðið að bjóða upp á kraftlyftingaval fyrir nemendur í 7. – 10. bekk. Það var mikill áhugi fyrir því en færri komust að en vildu. Við höfum fengið lánaðan bekkpressubekk og stöng og Fjóla, ábyrgðaraðili valfagsins, kemur til með að lána eitthvað af sínu dóti. Þó er staðan þannig að lyftingaraðstöðunni er ansi ábótavant svo hægt sé að starfrækja almennilega líkamsrækt. Þar eru ekki nægilega mörg tæki eða lóð til þess að allir sem eru í valinu geti unnið á sama tíma. Enn fremur vantar upp á öryggistæki á borð við klemmur, dýnur o.þ.h. Til þess að krakkarnir geti sinnt kraftlyftingum almennilega á öruggan hátt þarf að kaupa fleiri stangir, lóð og rekka. Slíkt gæti líka nýst öðrum nemendum skólans en það væri mikill kostur að geta boðið nemendum að sækja líkamsræktarsal. Áhugi fyrir slíkum sal, utan kraftlyftingavalsins, er einnig mikill. Við yrðum innilega þakklát ef einhver gæti séð sér fært um að styrkja okkur til áhaldainnkaupa fyrir líkamsræktaraðstöðu í Laugalandsskóla. Vel útbúinn líkamsræktarsalur myndi styðja við íþróttaæfingar og ástundun til muna.
Ef þú/þið/ykkar fyrirtæki viljið leggja málefninu lið megið þið hafa samband við Jónas aðstoðarskólastjóra í síma 869-9010 eða senda póst á netfangið jonas@laugaland.is