Skólaárið fer vel af stað hjá okkur, nemendur virðast una vel við leik og starf og vera tilbúin til að takast á við ný verkefni. Þar sem jólasýningin okkar féll niður vegna veðurs fyrir jól var hún sett á svið síðast liðin föstudag. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína. Við þökkum foreldrum kærlega fyrir komuna. Sýningin var tekin upp og það má nálgast hana hér.
Næstkomandi föstudag ætlum við okkur að blóta Þorra með hefðbundnu sniði, við gæðum okkur á súrmat og veljum besta vísubotninn og aldrei að vita nema við tökum lagið. Gaman væri að sem flestir gætu mætt í lopapeysum
Við erum að vinna að því að setja inn myndir frá starfi seinustu vikna.