14. apríl, 2023

Menning á fótboltavelli

Flestir foreldrar hafa á einhverjum tímapunkti fengið veður af leiðinlegri menningu á gervigrasvellinum okkar. Nú langar okkur að snúa vörn í sókn og reyna nýjar leiðir til að stuðla að betri samskiptum í tengslum við fótboltann.
Búið er að útbúa reglur sem bornar voru undir nemendur og er ætlað að miða að því að öllum líði vel. Annars vegar er um að ræða reglur sem gilda á vellinum sjálfum, hins vegar samskiptareglur sem í sjálfum sér er gott að hafa að leiðarljósi í öllu skólastarfinu þrátt fyrir að þær séu þarna settar fram í tengslum við menningu á fótvellinum.
Í lok hverrar viku verður veitt viðurkenning fyrir „ Liðsfélaga vikunar“ og þá er verið að horfa til þeirra sem sýna fram á færni til að sýna fyrirmyndarhegðun í samskiptum.
Á mánudagsmorgun skrifa nemendur allra bekkja undir þennan sáttmála og við byrjum nýja viku og horfum fram á við!
Reglur þessar verða endurskoðaðar með nemendum í lok skólaárs og við horfum til þess hvað gekk vel og hvað má betur fara í upphafi næsta skólaárs.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR