28. ágúst, 2023

Upphaf haustannar

Skóli var settur þann 23. ágúst síðastliðinn við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans.
Það var gaman að sjá hversu margir foreldrar/forráðamenn fylgdu börnum sínum á skólasetningu í þetta skiptið, örlítil breyting var á hefðinni þar sem hún var kl 17:30 að þessu sinni.
Þessir fyrstu dagar fara vel af stað, nemendur eru að því virðist ánægðir með breytingar á húsnæðinu. Yngsta stig er nú staðsett þar sem elsta stig var áður og öfugt auk þess sem miðstig er nú skilgreint sem slíkt og hefur aðsetur í stofum á ganginum mill hinna tveggja stiganna.
Það er spennandi vetur fram undan þar sem farið verður m.a.  í að móta nýja stefnu er kallast Jákvæður agi.  Kennarar og stjórnendur eru fullir tilhlökkunar fyrir komandi vetri og við vonumst til áframhaldandi góðu samstarfi við heimili.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR