Við viljum velja athygli á því að mánudaginn 20. nóv er starfsdagur hjá okkur. Þann 21. er svo viðtals dagur þar sem foreldrar/forráðamenn mæta með börnum sínum í viðtal. Við eru að færa okkur frá hefðbundnum viðtölum og nú eru viðtölin að miklu leiti nemendastýrð þar sem nemendur leiða ykkur í gegnum viðtölin með aðstoð kennara. Opnað var fyrir skráningu fyrir viðtöl þann 14. nóv.
Seinasta skólaár tókum við upp nýtt fyrirkomulag varðandi skráningu og vert er að minna à hvernig það virkar. Þið opnið Mentor appið eða farið inn á heimasíðu Mentors www.mentor.is Þið veljið hvert barn fyrir sig (ef um fleiri en eitt er að ræða) Í appinu og á heimasíðunni er grár flipi sem stendur á foreldraviðtöl og ef smellt er á hann opnast lausir tímar sem hægt er að bóka. Endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst.