Gagnlegir tenglar

Innritun í Laugalandsskóla

Velkomin í Laugalandsskóla

Móttökuáætlun nýrra nemanda

Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál

Móttökuáætlun 1. bekk

Nemendur í 1. bekk

Reglulegar heimsóknir eru milli nemenda þar sem nemendur leikskólans koma í grunnskólann og nemendur grunnskólans koma í leikskólann. Einnig vinna nemendur að ýmsum verkefnum saman og taka þátt í uppákomum. Skilafundir eru milli leik-og grunnskóla þar sem kennarar fara yfir ræða styrk- og veikleika allra nemenda, stuðning og námsáætlanir.  Markmiðið með samstarfinu er m.a. að auka samfellu í námi nemenda frá leik- og grunnskóla og auka faglegt samstarf leik- og grunnskólakennara.
Að vori koma foreldrar á fund með skólastjóra, þar er skólinn kynntur, foreldrafélag, stoðþjónusta, áherslur í samskiptum og kennslu. Foreldrar fá afhent kynningarrit um Laugalandsskóla ætlað nýjum nemendum.
Nokkrum dögum fyrir skólasetningu eru nemendur og foreldrar í 1. bekk boðaðir í móttöku viðtal til umsjónarkennara. Í viðtalinu er rætt um væntingar foreldra og nemenda til skólans. Farið er yfir hvort nemendur hafa einhverjar sérþarfir. En auk þess er foreldrum kynnt starfsemi skólans, aðgangur að Mentor, skólamáltíðir, bekkjarfélaga, stundaskrá, heimasíðu skólans og annað sem kemur upp í umræðunni.

Nemendur í 2. – 10. bekk

Foreldrar sem skrá nemendur í skólann í þessa árganga eiga að fá góða kynningu á skólanum.

  • Stjórnendur taka við skráningum og eiga móttökuviðtal með foreldrum og nemenda.
  • Stjórnendur setja upplýsingar í Mentor og Skólagátt
  • Stjórnendur upplýsa kennara og taka þátt í móttöku ef þess er þörf.
  • Umsjónarkennari boðar foreldra og nemanda til viðtals þar sem kynnt er:
    • stundaskrá
    • dagleg rútína
    • fyrirkomulag íþrótta / sundtíma
    • Mentor

Umsjónarkennari tryggir að nemandinn hafi aðgang að samnemanda sem styður við hann fyrstu dagana, kynnir honum húsnæði, skólalóð og jafnvel umhverfi skólans.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR