Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd kom í gær með fyrirlestur fyrir 5.-10. Bekk
Þar fjallaði hann um mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreiti frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og afhverju? Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlnefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands um börn og netmiðla.