22. desember, 2023

Jólaleikrit

Það er óhætt að segja að við eigum hæfileikaríka nemendur sem státa af miklum söng og leikhæfileikum. Einnig erum við svo heppinn að við höfum í röðum okkar kennara sem víla ekki fyrir sér að setja upp meistarastykki með nemendum sínum á stuttum tíma. Leiksýning Laugalandskóla var sett á svið þriðjudaginn 19. desember og var húsfyllir af foreldrum og ættingjum sem við vonum að hafi haft gaman af

1. bekkur var með jólaguðspjallið samkvæmt hefðinni
2. og 3. bekkur sýndu leikritið um Þorra og Þuru
4. bekkur sýndi skemmtilegt leikrit þar sem Strumparnir komu við sögu
Nemendur í 5. bekk sýndu frumsamið leikrit
6.-7. bekkur slógu í gegn
Leiklistarvalið áttu leiksigur
Kynnarnir Dagur og Steindór stóðu sig vel

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR