12. febrúar, 2024

Leikið í snjónum

Það hefur verið gaman að sjá nemendur skapa úr snjónum og leika sér, það er búið að búa til ansi mörg virki, um leið og við létum út gulrætur og trefla urðu til stæðilegir snjókarlar, ekki má gleyma snjóstríði ( sem enda yfirleitt vel).

Það er líka gaman að sjá að það eru ekki bara yngstu nemendurnir sem hafa gaman að slíku, nokkrir drengir af elsta stigi tóku sig til og byggðu snjóhús og svo var kveikt undir hlóðum. Þeir ætla sér stóra hluti með þetta snjóhús þessir upprennandi húsasmiðir og það er vonandi að veðurguðirnir spili með þeim í liði.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR