Á dögunum hóf hann Einar Þór Guðmundsson störf hja okkur. Við fögnum því að fá aðila inn til að kenna tónlist, þátt sem okkur hefur lengi langað að efla innan veggja skólanns. Hann er nú með skipulagða tónlistarkennslu fyrir 1.-7. bekk ásamt að vera með söngstundir einu sinni í viku.
Í dag fékk Einar liðsauka í söngstund þar sem Gísella Hannesdóttir kom og söng með honum lagið sitt Dreifum gleði og ást. Þetta er lag sem krakkarnir þekkja vel og okkur þykir boðskapurinn mikilvægur.
Hér má sjá textann ásamt upptöku af söngstund yngsta stigs í morgun.