Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum. Nemendur í Laugalandsskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum á Hellu og Víkurskóla sameinuðust í Hvolsskóla fyrr í vikunni og tóku þátt í skemmtilegum verkefnum sem nemar við Listaháskólann stýrðu. Þetta endaði á sýningu á verkefnum nemenda í Hvoli og var foreldrum boðið að mæta.