Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Safnaðarheimilinu við Dynskála á Hellu þann 30. apríl. Grunnskólinn á Hellu hélt utan um undirbúning og framkvæmd keppninnar í ár. Fyrir hönd Laugalandsskóla kepptu Guðný Lilja Pálmadóttir og Hákon Þór Kristinsson, og Þorgeir Óli Eiríksson kom með sem varamaður.
Okkar krakkar stóðu sig með mikilli prýði og voru Laugalandsskóla til sóma. Hákon Þór hreppti 2. sætið og var það virkilega verðskuldað hjá honum. Úrslitin í heild litu svona út:
Eftir keppnina var boðið upp á kaffi og kökur og áttu allir notalega stund. Keppnin var vel heppnuð í alla staða; hæfileikaríkir keppendur, fagmannlegir kynnar og góðir dómarar.
Við erum afskaplega stolt af okkar fólki og óskum þeim til hamingju með árangurinn.