12. september, 2024

Náms – og starfsráðgjafi

Nú geta foreldrar og nemendur bókað sér tíma í viðtal hjá Náms- og starfsráðgjafa skólans en Yngvi Karl Jónsson var ráðinn í það starf 1. febrúar síðastliðinn hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Yngva Karl ættu allir að þekkja og fólk er hvatt til að nýta sér fagþekkingu hans. Náms- og starfsráðgjafi er til viðtals alla fimmtudaga á milli 9 og 14. Nemendur geta sjálfir – eða foreldrar fyrir þeirra hönd – pantað sér viðtalstíma í þar til gerðu bókunarkerfi. Til að nálgast tí bókunarkerfið er smellt á Nemenda eða foreldraflipann á heimasíðunni eða með því að smella Hér

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR