4. október, 2024

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn var haldinn miðvikudaginn 2. október og munum við láta hann flæða fram í október. Nemendur á unglingastigi horfa á fyrirlestra og samræður teknar í kjölfarið. Þrátt fyrir að dagurinn miði að þátttöku 9. bekkinga þá teljum við að allir græði.

Tilgangurinn með Forvarnardeginum er að koma á framfæri þremur lyklum að verndandi þáttum í lífi barna sem rannsóknir hafa sýnt að minnki líkur á notkun áfengis- og vímuefna meðal barna og ungmenna. Þessir verndandi þættir eru:

Samvera með foreldrum/forráðamönnum.

Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Að leyfa heilanum að þroskast.

Einnig er lögð áhersla á vellíðan, t.a.m. félagsleg tengsl, hollt mataræði, svefn, hreyfingu, vímuefnalausan lífsstíl og jákvætt hugarfar.

Nemendum gefst tækifæri til að taka þátt í verðlaunaleik Forvarnardagsins. Þar geta þeir að búið til myndband, veggspjald eða annað sem tengist ofangreindum verndandi þáttum eða þeim þáttum sem stuðla að vellíðan.

Frekari upplýsingar má nálgast á https://www.forvarnardagur.is.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR