9. október, 2020

Fiðlukennsla

Nemendum 3. bekkjar er kennt á fiðlu í forskólanum og er þetta þriðja árið sem þeim er kennt á fiðlu í Laugalandsskóla, en þau byrjuð sitt nám í leikskólanum.

Í vetur kennir Guðmundur Pálsson fiðlukennari 3. bekk . Hann kennir eftir Suzukiaðferðinni, en hún felur í sér, til þess að fiðlan virki rétt, daglega hlustun á geisladisk með lögunum úr kennslubókinni. Það er samkvæmt hugmynd Suzuki um að börnin eigi að læra á hljóðfæri sem líkast því þegar þau læra móðurmálið sitt.

Guðmundur er búinn að fá foreldra flest allra til sín í viðtal og útskýra og fara yfir kennsluna  í vetur.

Þetta er metnaðarfullt verkefni og við hlökkum til að sjá og fylgjast með árangrinum.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR